Á morgun verður starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands kynnt nýtt skipulag og stjórnkerfi skólans sem ætlað er að taki gildi 1. júlí 2008.

Stækkun og efling grunneininga, dreifing valds, styrkari forysta á öllum stjórnstigum og stórefld stoðþjónusta er kjarninn í endurskoðun stjórnskipulags Háskóla Íslands. Stjórnsýsla verði einfaldari og skilvirkari, Háskólanum skipt í fimm fræðasvið og þjónusta við nemendur aukin og efld. Með öflugri fræðasviðum og bættu starfsumhverfi nemenda, kennara og vísindamanna styrkir Háskóli Íslands enn stöðu sína sem framsækin alþjóðleg mennta- og vísindastofnun. Umfangsmestu breytingar í sögu Háskólans eru að hefjast.