Á dögunum var skrifað undir samning við Íslenska Aðalverktaka um byggingu nýrrar þjónustustöðvar ESSO í Fossvogi. Eins og flestum er kunnungt er stöðin komin til ára sinna og tímabært þótti að endurbyggja hana. Framkvæmdir hefjast fljótlega en fyrirhugað er að þeim ljúki um miðjan júní.

Undir samninginn skrifaði fyrir hönd ESSO, Hjörleifur Jakobsson forstjóri og fyrir hönd ÍAV skrifaði Gunnar Sverrisson.