Þrotabú Stoða hf., sem áður hétu FL Group, mun eignast hlut í Skýrr og Vodafone ef dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær stendur. Rifti dómurinn víkjandi láni sem Stoðir veittu Teymi árið 2008. Þá viðurkenndi dómurinn rétt Stoða til greiðslu frá Teymi að fjárhæð 637 milljóna króna, til jafns við aðra lánardrottna Teymis samkvæmt nauðasamningi frá því í júní 2009.

Víkjandi láni Stoða var með öðrum orðum breytt í almenna kröfu. Í nauðasamningunum frá 2009 var öllum óveðtryggðum skuldum Teymis breytt í hlutafé í félaginu, að frádregnum 250.000 krónum sem kröfuhafar fengu greitt í reiðufé.

Samkvæmt nauðasamningnum fékk hver kröfuhafi hlutafé í Teymi sem samsvarar 20% af fjárhæð hverrar kröfu. Hlutabréf Stoða yrðu því 127,5 milljónir talsins að nafnvirði, en heildarhlutafé í Teymi var um sex milljarðar að nafnvirði, sem þýðir að Stoðir fengju