Stoðir, höfðustöðvar
Stoðir, höfðustöðvar
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Stoðir, sem áður hétu FL Group, högnuðust um rúma tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Eigið fé félagsins í lok júní síðastliðins var 32,3 milljarðar króna.

Helstu eignir Stoða í dag eru 99% hlutur í Tryggingamiðstöðinni og 40% hlutur í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco.

Stoðir seldu 5,9% hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew í maí á 5,3 milljarða króna, en hlutabréf í félaginu höfðu þá hækkað um 167% frá ársbyrjun 2010. Hagnaðurinn af sölunni rann beint í að greiða niður lán og við það lækkuðu bæði skuldir og eignir félagsins. Skuldir Stoða eru nú einungis um 4,5 milljarðar króna á meðan eignir þess eru metnar á 36,7 milljarða króna.

Kröfuhafar Stoða tóku félagið yfir í kjölfar nauðasamninga sem samþykktir voru 16. júní 2009. Við gerð þeirra voru skuldir Stoða færðar niður um 225 milljarða króna. Skilanefnd Glitnis, skilanefnd Landsbankans og Arion banki eignuðust við það 66,2% hlut í Stoðum.