Stoðir keyptu í dag í TM fyrir 378 milljónir króna. Stoðir voru fyrir stærsti hluthafi mæð tæplega 10% hlut en eignarhluturinn hækkar í tæplega 11,7%. Eignarhlutur Stoða í TM er í heild metinn á um 2,6 milljarða króna.

Stoðir högnuðust um 4 milljarða króna á síðasta ári miðað við 1 milljarðs króna hagnað árið 2018. Eigið fé félagsins nam 25,2 milljörðum króna um síðust áramót. TM á sjálft stór hluthaf í Stoðum með ríflega 10% hlut í Stoðum gegnum félagið S121 ehf.

Stoðir eiga einnig um 5% hlut í Arion banka og 14% hlut í Símanum.