*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 12. ágúst 2019 15:28

Stoðir yfir 10% í Símanum

Fjárfestingafélagið Stoðir bætti við hlut sinn í Símanum í dag og eiga nú 10,86% í fyrirtækinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fjárfestingafélagið Stoðir bætti við hlut sinn í Símanum í dag og eiga nú 10,86% í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stoðir bættu við sig 85.000.000 hlutum miðað við núverandi gengi 4,56 krónur á hlut, og keyptu því fyrir 387.000.000 krónur. Sjóðurinn á nú 1.005.000.000 hluti í Símanum og markaðsvirði hlutarins er nú tæpir 4,6 milljarðar.

Stoðir hafa bætt hratt við hlut sinn í Símanum en í byrjun maí átti félagið undir 5% hlut í fjarskiptafélaginu.