*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 4. maí 2019 09:01

Stöðnun í fjölmiðlum

Engin fjölgun hefur verið á fjölda starfsmanna á ritstjórnum fjölmiðla í uppgangi síðustu ára.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fjöldi ritsjórnarstarfsmanna er einn mælikvarði á viðgang fjölmiðla, en sem sjá má hefur hann varla haggast á undanförnum uppgangsárum og raunar fremur fækkað en hitt.

Meðaltalið á þessu tímabili er um 600 blaða- og fréttamenn, en var í fyrra komið niður í 579. Leita þarf aftur til 2004 til að sjá ámóta tölu, en flestir urðu blaðaog fréttamenn árið 2006 þegar þeir voru 711 talsins. Þeim hefur fækkað um fimmtung síðan.

Jú, kynjahlutfallið er aðeins skárri, þó ekki muni miklu á þessum tíu árum, og sumir segi það fremur endurspegla lakari kjör en fyrr, ekki beinlínis vegna kynferðis, heldur starfsaldurs.