Framleiðni vinnuafls í Bretlandi minnkaði um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2014, að því er segir í frétt BBC. Þýðir það að framleiðni vinnuafls í landinu var nær óbreytt í fyrra frá árinu 2013.

Englandsbanki hefur lýst áhyggjum sínum af lélegri framleiðni vinnuafls og mælist hún nú eilítið minni en hún var árið 2007.

Á hinn bóginn segir í frétt bresku hagstofunnar að hagvöxtur í Bretlandi hafi verið 2,8% í fyrra, en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að hagvöxtur hefði verið 2,6%.