Rússar óttast að fjárfestar muni hafa flutt um 70 milljarða dala eignir úr landinu áður en fyrsti fjórðungur ársins hefur runnið sitt skeið. Vísbendingar eru um að fjárfestar séu orðnir mjög órólegir vegna viðskiptaþvingana og óróans í samskiptum Rússa og Úkraínumanna.

Andrei Kkepach, aðstoðarviðskiptaráðherra Rússa, sagði í gær að líkur væri á því að hagvöxtur yrði enginn og verðbólga myndi aukast. Hann bjóst við því að hagvöxtur á fyrsta fórðungi yrði 0. Hagvöxtur var 1,3% í Rússlandi á síðasta ári.

„Það verður ekki kreppa en það er hætta á stöðnun,“ sagði Klepach.

BBC greindi frá.