Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu bankans segist bankinn almennt vinna eftir þeirri meginreglu að selja eignir í opnu söluferli. Hafi bankinn enda gert það nema í örfáum tilfellum eins og það er orðað í tilkynningunni.

Skýrslan, sem Viðskiptablaðið hefur fjallað um í morgu n, gagnrýnir tilteknar eignasölur bankans frá árinu 2010, en í tilkynningu bankans kemur fram að hann hafi selt um 6.000 eignir á tímabilinu.

Skuldbundu sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti

„Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess," segir bankinn um eignarhlut Borgunar í Visa Europe.

„Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“