Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók þátt í hringborðsumræðum í Brussel í dag þar sem ræddir voru möguleikar á sviði jarðvarma í Evrópu.

Fundurinn var skipulagður af íslenskum stjórnvöldum og Gunther Oettinger, framkvæmdastjóra orkumála innan ESB. Fulltrúar frá fjölda íslenskra fyrirtækja á þessu sviði tóku þátt í fundinum, auk sérfræðingar víða að úr Evrópu.

Rætt var um leiðir til að auka hlut jarðvarmanýtingar innan ESB, fyrst og fremst til húshitunar en einnig til annarra nota. Er þannig talið ljóst að víða í Evrópu sé mikill jarðhiti og miklir möguleikar til þess að nýta hann í stað annarra orkugjafa sem ekki eru endurnýjanlegir.