Álframleiðsla Rio Tinto Alcan á Íslandi hélst stöðug á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þrátt fyrir langvarandi kjaradeilu álversins við starfsmenn sína.

Að því er fram kemur í ársfjórðungsyfirliti Rio Tinto framleiddi álverið 50 þúsund tonn af áli á fyrsta ársfjórðungi, sem er þúsund tonnum minna en á sama fjórðungi árið á undan en jafn mikið eins og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Aðgerðir starfsmanna vegna kjaradeilunnar hófust með yfirvinnubanni í ágúst síðastliðnum og framleiddi álverið aðeins 48 þúsund tonn af áli á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Síðan þá hefur framleiðslan aukist aftur.