Verðbólga á evrusvæðinu hélst stöðug í júlí þar sem lækkandi orkuverð vó upp á móti verðhækkunum á byggingarvörum.

Verðbólga á ársgrundvelli hélst í 0,2 prósentum samkvæmt mati frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins.

Orkuverð féll um 5,6 prósent, samanborið við 5,1 prósent lækkun í júní. Matur, áfengi og tóbak hækkaði um 0,9 prósent í verði.

Þá sagði Eurostat að atvinnuleysi hefði haldist óbreytt í 11,1% í júní, þriðja mánuðinn í röð.