Flestar hlutabréfavísitölur í Asíu féllu í viðskiptum dagsins, en stöðugar lækkanir hafa verið á asískum mörkuðum undanfarið.

Vísitala Nikkei hlutabréfamarkaðarins í Japan féll í viðskiptum dagsins sem nemur 1,5%, en hún hefur nú fallið um 19% frá því í júní sl. Kospi vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði um 0,1%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,1%, en vísitalan hefur verið í bjarnarsvæði síðan í ágúst sl. Bjarnarmarkaður er skilgreindur sem 20% lækkun á breiðum hóp hlutabréfa á tveggja mánaða tímabili.

Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði viðskiptum dagsins sem nemur 0,1%. Hækkunin er ekki nægileg til að lyfta markaðnum úr bjarnarsvæðinu sem vísitalan féll í á föstudgainn sl. Vísitalan hefur nú fallið um 44% frá því í júní sl.

Kínversk yfirvöld birtu á fimmtudaginn tölur um efnahagsvöxt í landinu, en hagvöxtur var nærri 7% á síðasta ári. Þetta er veikasti hagvöxtur í landinu í næstum því aldarfjórðung.