Straumlínustjórnun snýst ekki um að afrita aðferðir annarra heldur að þróa menningu innan fyrirtækis sem miðar að stöðugum umbótum. Þetta fullyrðir Hanna Dinkel en hún starfar sem VP of Operations hjá BMW í Leipzig og hefur beitt aðferðum straumlínustjórnunar (e. lean management) um nokkurra ára skeið. Hanne er hér á landi til að flytja erindi á Lean Ísland ráðstefnunni sem hefst á Hilton Hótel Nordica í dag.

Dinkel segir að aðferðir straumlínustjórnunar séu bílaiðnaðinum mjög mikilvægar en þær eiga rætur sínar að rekja til Toyota í Japan. „Framleiðsluferlið hjá BMW er flókið þannig að skilvirk framleiðsla með hætti straumlínustjórnunar er lykilatriði,“ segir Dinkel.

VB Sjónvarp ræddi við Hanne Dinkel.

(Viðtalið var tekið þegar Dinkel flutti erindi hjá Verkfræðingafélagi Íslands síðastliðinn mánudag sem var skipulagt af Lean Ísland í samstarfi við kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands og Félags kvenna í atvinnulífinu.)