Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í Úkraínu um aðskilað Krímskagann hafði ekki mikil áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði í nótt og í morgun. Meirihluti kjósenda á Krímskaga studdu aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland.

Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan breyttist ekkert á milli viðskiptadaga. Hún féll hins vegar um heil 3% á föstudag í síðustu viku. Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,21% og SCI-vísitalan í Sjanghaí hækkaði um 0,14%.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ) um þróunina á mörkuðum er haft eftir fjármálasérfræðingi að búist hafi verið við þessari niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Úkraínu og hún því ekki haft teljandi áhrif á markaði.