Útgerðarfélagið HB Grandi heldur aðalfund sinn á morgun en fyrir liggur tillaga um að greiddur verði 340 milljóna króna arður til hluthafa vegna ársins 2010. Arðgreiðslur til hluthafa hafa verið stöðugar hjá Granda síðustu ár en frá 1998 nema þær rúmlega 2,6 milljörðum króna. Að meðaltali er það um 12% af nafnvirði hlutafjár á hverju ári.

Vegna ársins 2010 nema arðgreiðslur Granda um 20% af nafnvirði hlutafjár. Lagt hefur verið til að arðurinn verði greiddur til hluhafa í hlutfalli við stærðarhlut í fyrirtækinu 13. maí nk.