Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. högnuðust um 9,5 milljónir króna á síðasta ári. Dróst hagnaðurinn lítillega saman á milli ára, en ári fyrr nam hann 10,2 milljónum króna. Þetta má sjá í nýjum ársreikningi félagsins.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 11,5 milljónum króna á árinu og dróst saman um rúmlega 300 þúsund krónur milli ára.

Eignir námu 40,6 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 13,5 milljónir króna. Nam eigið fé fyrirtækisins 27,1 milljón króna í árslok og var eiginfjárhlutfallið því 67%.

Ólafur Þór Gylfason á allt hlutafé fyrirtækisins og starfar jafnframt sem framkvæmdastjóri þess.