*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Innlent 24. júlí 2016 11:08

Stöðugur rekstur hjá Bakarameistara

Bakarameistarinn skilaði ársreikningi sem sýndi að félagið greiddi eiganda sínum 62,5 milljón króna arð.

Ritstjórn

Bakarameistarinn hagnaðist um 52 milljónir króna í fyrra. Það er ögn minni hagnaður en árið á undan. Handbært fé frá rekstri nam 51 milljón króna og minnkaði um 23% milli ára. Eignir Bakarameistarans voru 340 milljónir króna í lok síðasta árs og minnkuðu um 7 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfallið var 41% um síðustu áramót. Bakarameistarinn greiddi eiganda sínum, Sigþóri Sigurjónssyni, 62,5 milljónir króna í arð í fyrra.