*

laugardagur, 4. júlí 2020
Erlent 26. júní 2020 09:58

Stöðva arðgreiðslur og endurkaup

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að banna stærstu bönkunum að greiða út arð eða kaupa eigin bréf á þriðja ársfjórðungi.

Ritstjórn
Jerome Powell, seðlabankastjóri bandaríska Seðlabankans.
epa

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur bannað stærstu bönkum landsins að auka við arðgreiðslu sína eða kaupa eigin bréf á þriðja ársfjórðungi. Þetta er gert til þess að reyna efla lausafjárstöðu bankanna til þess að þeir geti staðið af sér hremminganna sökum COVID-19 faraldursins. New York Times segir frá.

Stjórnvöld vestanhafs segja stöðu bankanna næma fyrir efnahagssamdrætti og óvissuna mikla. Því sé mikilvægt að finna leiðir til þess að styrkja stöðu þeirra, þrátt fyrir að hún sé töluvert betri en í fjármálahruninu.

Seðlabankinn mun krefja 34 stærstu banka Bandaríkjanna að uppfæra fjárhagsáætlun þeirra, sem inniheldur bæði endurkaupaáætlun félagsins og arðgreiðslustefnu þess. 

Sjá einnig: Arðgreiðslur tvöfalt hærri en hagnaður

Í einni sviðsmynd Seðlabankans er gert ráð fyrir því að önnur niðursveifla myndist sökum COVID-19. Ef hún gengur upp gerir bankinn ráð fyrir því að um fjórðungur af Bandarískum bönkum myndu fara undir eiginfjárkröfu sína.