Hlutafjárútboð fjártæknirisans Ant Group hefur verið stöðvað en um er að ræða stærsta útboð sögunnar. Kauphöll Shanghæ hefur tilkynnt að útboðinu verði frestað vegna breytinga á regluverki. Viðskipti með bréfin áttu að hefjast 5. nóvember næstkomandi.

Jack Ma, leiðandi hluthafa í Ant Group og stofnandi Alibaba, og aðrir stjórnendur fóru á fund með eftirlitsstofnunum. Ekki er ljóst hvað fór fram á fundinum, að því sem WSJ segir frá. Félagið hugðist safna alls 34,4 milljörðum Bandaríkjadala í frumútboðinu sem hefði verið það stærsta í sögunni.

Ant Group hefði verið skráð í kauphöll Shanghæ og kauphöll Hong Kong en núna hyggst það endurgreiða þeim fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu. Í kjölfar fregnanna hafa hlutabréf í Alibaba, sem á þriðjungshlut í Ant Group, lækkað um rúmlega sex prósent. Ant Group heldur utan um greiðslulausnina Alipay sem um 700 milljón manns nota daglega.