Viðskipti með hlutabréf kínverska fasteignafélagsins Evergrande Group voru stöðvuð. Í tilkynningu til Hong Kong kauphallarinnar var ekki gefin ástæða fyrir ákvörðuninni. Fram kom að viðskipti með hlutabréfin gætu hafist að nýju þegar búið verður að greina frá innherjaherjaupplýsingum. BBC greinir frá.

Sjá einnig: S&P lýsir Evergrande sem greiðsluþrota

Í lok síðasta árs færðu lánshæfisfyrirtækin S&P og Fitch niður einkunnina á skuldabréfum Evergrande og mátu það svo að fyrirtækið gæti ekki staðið skil á afborgunum í erlendum gjaldeyri. Fyrirtækið greiddi ekki vaxtagreiðslur sem voru á gjalddaga í síðustu viku. Lánshæfisfyrirtækin færðu niður einkunnir hjá metfjölda kínverskra fasteignaþróunarfyrirtækja í síðasta mánuði.

Kínverski fjölmiðillinn Calian greindi frá því um helgina að fyrirtækið hafi verið skipað að rífa niður 39 byggingar innan við tíu daga þar sem talið var að fyrirtækið hafi aflað sér leyfi fyrir framkvæmdirnar á ólögmætan máta. Greinin vísaði í opinber gögn frá borgaryfirvöldum í borginni Danzhou.