Kauphöllin hefur ákveðið að stöðva viðskipti með skuldabréf Reykjanesbæjar. Kauphöllin gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu, en segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar.

Eins og greint var frá í morgun hefur bæjarstjórn sett þá afarkosti að ef að kröfuhafar samþykkja ekki að afskrifa hluta skulda bæjarins þá verður óskað eftir fjárhagsstjórn yfir bænum. Sáttartilllaga bæjarstjórnar felur í sér að afskrifa 6,8 milljarða af skuldum Reykjanesbæjar.