*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 23. nóvember 2017 13:20

Stöðva yfirvinnu í iPhoneverksmiðju

Fyrirtækið Foxconn, sem sér Apple fyrir íhlutum í iPhone X, hefur tekið fyrir að nemar vinni yfirvinnu.

Ritstjórn
epa

Fyrirtækið Foxconn, sem sér Apple fyrir íhlutum í iPhone X, hefur tekið fyrir að nemar vinni yfirvinnu. Bannið kemur í kjölfar þess að Financial Times gróf upp upplýsingar um að sex nemar hið minnsta ynnu ellefu tíma vinnudag í verksmiðju í Henanhéraði í Kína.

Í frétt á vef BBC segir að með þessu hafi verið brotið gegn lögum sem banna börnum að vinna meira en 40 tíma á viku. Um 3.000 nemar starfa að sögn í verksmiðjunni og segir Apple þá alla hafa ráðið sig sjálfviljuga til starfa. Þeir mættu hins vegar ekki vinna yfirvinnu.

Stikkorð: Kína Apple iPhone Kína
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is