Gengi bréfa ítalska bankans Unicredit hafa hríðfallið í viðskiptum dagsins, eða um 5% það sem af er degi. Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað þá hafa fjármálafyrirtæki í Ítalíu komið illa út úr viðskiptum dagsins í kjölfar afsagnar forsætisráðherra landsins, Matteo Renzi. Afsögn Renzi tengist þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá landsins.

Það sem ýtt hefur undir hræðslu fjárfesta er hvort að lántakendur geti yfir höfuð borgað skuldir sínar til bankans. Í umfjöllun BBC Business Live er tekið fram að að viðskipti með bréf bankans verði stöðvuð í nokkra klukkutíma eftir að hafa fallið um 5%. Vísitalan sem nær yfir viðskipti dagsins hjá ítölskum fjármálastofnunum (FTSE Italia Banche) hefur lækkað um rúm 3%.