*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 28. mars 2020 16:12

Stöðvun útboðs felld úr gildi

96 milljón króna tilboði McKinsey í skýrslu um heilbrigðiskerfið verður tekið en 36 milljóna tilboði KMPG hafnað.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kærunefnd útboðsmála felldi nýverið úr sjálfkrafa stöðvun útboðs Ríkiskaupa og heilbrigðisráðuneytisins um úttekt á mönnun og afköstum heilbrigðisstofnana á Íslandi.

Tvö tilboð bárust, 36 milljónir króna frá KPMG annars vegar og 95 milljóna króna tilboð frá McKinsey & Company. Síðarnefnda tilboðinu var tekið. Ráðuneytið hafði stöðvað útboðið um stundarsakir. Nefndin taldi tilboð KPMG ekki standast skilmála útboðsins og aflétti stöðvuninni.