Stofnað hefur verið einkahlutafélagið Atlanta Flight Academy. Félagið er stofnað í þeim tilgangi að þróa og leggja meiri áherslu á þjálfun tengda flugrekstri Air Atlanta.

Stofnandi félagsins er Haru Holdings ehf., félag tengt Air Atlanta og eigandi húsnæðis Air Atlanta í Hlíðarsmára í Kópavogi.

Flestar vélar Air Atlanta eru af gerðinni Boeing 747 og miðar þjálfun flugmanna innan Atlanta að slíkum vélum.

Hannes Hilmarsson, einn eigenda Air Atlanta, er framkvæmdastjóri hins nýstofnaða félags en Hannes ásamt fleiri stjórnendum Atlanta keyptu flugfélagið árið 2007 frá Eimskip.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.