Nýtt flugfélag hefur verið stofnað á Selfossi. Flugfélagið ætlar að bjóða ferðamönnum upp á útsýnisflug en einnig sinna ýmiss konar leiguflugi. Litlar einshreyfils flugvélar verða notaðar í flugið. Stofnfundur félagsins var haldinn um miðjan maí og mættu 40 manns á fundinn.

Skráðu stofnfélagar sig fyrir hlutafé og var safnað 20 milljónum króna í byrjunarhlutafé. Þetta kemur fram í erindi sem Kristján Bergsteinsson, framkvæmdastjóri AAI, sendi bæjaryfirvöldum á Selfossi.