*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 23. mars 2015 07:36

Stofna hlutafélag um hraðlest frá Keflavík

Hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur er metin vænlegri en áður.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Við erum að undirbúa söfnun hlutafjár. Það gengur ágætlega og vonandi verður eitthvað að frétta af því með vorinu. Verkefnið er auðvitað mjög umfangsmikið,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Ráðgjafar og verkefnastjórnunar, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur verið í forsvari fyrir fyrirhugaða uppbyggingu hraðlestar frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

Hugmyndin gerir ráð fyrir einni stoppistöð í suðurhlutahöfuðborgarsvæðisins og að hluti leiðarinnar verði í undirgöngum. Lestin á svo að fara alla leið inn í miðborg Reykjavíkur að endastöð á BSÍ. Runólfur segir viðskiptaáætlun hafa verið endurskoðaða og erlendir aðilar fengnir til að rýna hana. Verkefnið virðist jafnvel vænlegra en lagt hafi verið upp með.

„Við erum að undirbúa að stofna hlutafélag um málið, sem yrði þá þróunarfélag um verkefnið. Það myndi þá kosta fyrsta fasann, sem er að ramma verkefnið inn og gera ákveðnar grunnrannsóknir. Ég myndi ætla að ef allt gengi upp yrði þróunarfélagið stofnað í vor, eða snemma í sumar, og að verkefnið gæti farið á fullt, vonandi innan árs,“ segir Runólfur.