Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, segir í Viðskiptablaðinu í dag frá áformum fyrirtækisins á sviði stafrænnar afþreyingar. Dótturfélagið D3 ætlar að vera með samræmda og umfangsmikla áskriftarefnisveitu þar sem boðið er upp á tónlist, myndefni, rafbækur og tölvuleiki.