Nafnabreytingar félaga og fyrirtækja í viðskiptalífinu vefjast oft fyrir mönnum, enda geta þær verið flóknar og ógagnsæar.

Stoðir hf. [áður FL Group] hefur skráð hjá hlutafélagaskrá tæpan hálfan tug einkahlutafélaga sem hafa engan eiginlegan rekstur með höndum en bíða seinni tíma notkunar. Félögin bera nöfn sem minna á móðurfélag sitt, svo sem Styrkar Stoðir ehf., Stoðir eignarhaldsfélag ehf., Stoðir Finance ehf. og Stytta ehf.

Júlíus Þorfi nnsson, forstöðumaður samskiptasviðs FL Group, segir alsiða að stofna slík félög þegar nýtt félag er stofnað. „Þetta er lenska að stofna félög með tengdum heitum, kringum aðalheitið, og er ekkert fréttnæmt við það og nokkurs konar ekki frétt,“ segir Júlíus. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .