Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Önnu Claessen laCour til styrktar íslensku námsfálki sem vill stunda framhaldsnám í Danmörku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum sjóðsins og segir þar að einkum verði styrkir veittir til þeirra sem stundað hafa nám í Menntaskólanum í Reykjavík en þaðan varð Anna student árið 1933.

Stofnfé sjóðsins er jafnvirði um 40 milljóna íslenskra króna og er gert ráð fyrir árlegum styrkveitingum.

Anna nam að loknu stúdentsprófi þýðingarfræði í Kaupmannahöfn og hlaut árið 1940 löggildingu sem skjalaþýðandi. Í tilkynningunni segir að hún hafi sérhæft sig í læknisfræðilegum þýðingum og notið mikils álits fyrir verk sín. Anna lest árið 1998.

Það var eiginmaður Önnu, Peder David laCour, sem stofnaði minningarsjóðinn en aðsetur hans er í Kaupmannahöfn. Stjórn sjóðsins skipa þau Niels Kahlke málflutningsmaður, Ólafur Egilsson fv. sendiherra og Böðvar Guðmundsson rithöfundur.