*

laugardagur, 24. október 2020
Erlent 3. júní 2020 19:03

Tækifærissjóður fyrir minnihlutahópa

SoftBank stofnar nýjan sjóð sem mun fjárfesta um 100 milljónum dollara í fyrirtækjum reknum af fólki í minnihlutahópum.

Ritstjórn
epa

SoftBank hefur tilkynnt að félagið muni setja á fót 100 milljón dollara sjóð, eða um 13,2 milljarða íslenskra króna. Sjóðurinn mun fjárfesta í fyrirtækjum sem voru stofnuð og eru rekin af fólki í kynþáttaminnihlutahópum.

Bankinn lýsir sjóðnum sem tilraun til þess að auka fjölbreytni. „Við verðum að setja peninga í þetta, skilgreina markmið og vera ábyrg,“ er haft eftir Marcelo Claure, framkvæmdarstjóra rekstrar hjá SoftBank, í grein Reuters.

Sjóðurinn, sem er jafnframt sá stærsti sinnar tegundar, fær nafnið „Tækifærissjóðurinn“ (Opportunity Growth Fund) og mun leggja áherslu hjá að fjárfesta í samfélögum og fyrirtækjum blökkufólks og fólks af rómönskum uppruna (e. latinos) í Bandaríkjunum, samkvæmt tilkynningu SoftBank. 

Tækifærissjóðurinn mun fjárfesta í „samfélögum sem horfa fram á kerfisbundið óhagræði þegar það kemur að því að stofna og skala upp fyrirtæki,“ segir Claure. 

Stikkorð: SoftBank