Nýverið voru stofnuð Samtök smáframleiðenda matvæla en Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja Organic, er stjórnarformaður samtakanna. Karen segir við Viðskiptablaðið að nú þegar séu meðlimir vel á eitt hundrað og spanni þeir allt litrófið.

Þar sé að finna sauðfjárbændur í eigin framleiðslu, bakarí og allt þar á milli. Samtökin stefna að því að sækja um aðild að Samtökum iðnaðarins. Fyrsti framkvæmdastjóri samtakanna verður Oddný Anna Björnsdóttir.