Þetta kemur fram í breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands, sem voru samþykktar á Alþingi í vikunni.

Í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var gerð breyting á frumvarpinu sem gerði ráð fyrir að ráðherra þyrfti að gefa Alþingi skýrslu um fyrirhugaðan flutning. Sú breyting mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en 1. september næstkomandi.

Fram til þess geta ráðherrar því flutt stofnanir að vild án þess að gera Alþingi viðvart, nema önnur lög kveði sérstaklega á um annað. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá tilurð frumvarpsins 23. október síðastliðinn.