*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 9. apríl 2018 15:37

Stofnandi Apple hættir á Facebook

Steve Wozniak, sem stofnaði Apple með Steve Jobs, er hættur á Facebook vegna misnotkunar fyrirtækisins á upplýsingum.

Ritstjórn
Steve Wozniak, annar stofnenda Apple.

Steve Wozniak, meðstofnandi Steve Jobs að Apple, segir að hann sé að hætta á Facebook vegna misnotkunar fyrirtækisins á upplýsingum fólks að því er Fortune greinir frá

Facebook hefur gengið í gegnum erfiða tíma síðan í ljós kom að gagnagreiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hafði aðgang að gögnum um tugmilljónir einstaklinga. 

„Notendur gefa upplýsingar til Facebook um öll smáatriði lífs síns og... Facebook hagnast vel af því. Hagnaðurinn er byggður á upplýsingum um notendur án þess að þeir fái neitt í sinn vasa,“ er haft eftir Wozniak í USA Today.

Sheryl Sandberg, rekstrarstjóri og næstráðandi Facebook á eftir Mark Zuckerberg, sagði í síðustu að ef Facebook notendur vildu ekki að fyrirtækið notaði gögnin þeirra til þess að höfða betur til auglýsenda þyrftu þeir að borga fyrir þjónustuna í staðinn. Wozniak sagðist vera tilbúinn til þess að greiða að fullu. „Apple hefur tekjur sínar af vörum, en ekki af þér sem persónu. Eins og þau segja, hjá Facebook, þá ertu varan,“ segir hann.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is