*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 19. ágúst 2013 21:25

Stofnandi Apple mælir ekki með mynd um ævi Steve Jobs

Steve Wozniak er ósáttur við frammistöðu Ashton Kutcher í kvikmynd um Apple.

Ritstjórn

Steve Wozniak, sem stofnaði bandaríska tæknirisann Apple, er allt annað en sáttur við frammistöðu Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs í kvikmynd um Apple sem frumsýnd var vestanhafs um síðustu helgi. Wozniak stofnaði Apple með Jobs um miðbik áttunda áratugar síðustu aldar. Myndin fylgir Jobs frá fyrstu dögum Apple og þar til hann kynnti iPod-spilarann til sögunnar árið 2001.

Wozniak segir í umfjöllun sinni um myndina á vef Gizmodo myndina almennt góða. Á hinn bóginn sé Kutcher ekki trúverðugur sem Jobs og því geti hann ekki mælt með henni. 

Wozniak ræddi ítarlega um myndina og fleira til í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna fyrir helgi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is