Noel Biderman, stofnandi og framkvæmdastjóri Ashley Madison, hefur látið af störfum samkvæmt frétt BBC News .

Síðan komst í heimsfréttirnar þegar brotist var inn í tölvukerfi hennar og viðkvæmum persónuupplýsingum milljóna manna um allan heim lekið á netið.

Aðrir háttsettir innan fyrirtækisins munu taka við stjórninni þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. Biderman stofnaði fyrirtækið árið 2001.