Mark Zuckerberg stofnandi Facebook samskiptasíðunnar er í 35. sæti Forbes listans yfir ríkustu menn Bandaríkjanna.  Eignir hans eru 6,9 milljarðar dala.   Þar með hefur Zuckerberg skotið bæði Steve Jobs, stofnanda Apple, og Rubert Murdoch, fjölmiðlakonungi og stofnanda News Corp. Murdoch er í 38. sæti og eignir hans eru metnar 6,2 milljaðar dala og Jobs er í 42. sæti og á 6,1 milljarð dala.

Zuckerberg er næst yngsti maðurinn á Forbes listanum, aðeins 26 ára gamall og átta dögum eldri en yngsti maðurinn á listanum.  Sá heitir Dustin Moskovitz, herbergisfélagi Zuckerberger úr Harvard og meðstofandi Facebook, en hann vermir 290. sæti listans og á 1,4 milljarð dala.