Sam Bankman-Fried, stofnandi og fyrrum forstjóri rafkauphallarinnar FTX, hefur verið handtekinn á Bahamas. Wall Street Journal greinir frá.

Í tilkynningu frá ríkissaksóknaranum á Bahamas segir að Bankman-Fried hafi verið handtekinn í kjölfar þess að hafin væri sakamálarannsókn á honum í Bandaríkjunum.

Gögnin að baki handtökunni hafa ekki verið gerð opinber en líklegt er að það verði gert á morgun.

Einnig er líklegt er að bandarísk stjórnvöld muni fara fram á framsal á Bankman-Fried samkvæmt yfirlýsingu saksóknarans á Bahamas.

Philip Davis forsætisráðherra Bahama sagði í yfirlýsingu að eyjaskeggjar á Bahama og Bandaríkin hefðu sameiginlega hagsmuni af því að allir þeir sem hefðu brotið lög í tengslum við gjaldþrot FTX yrðu sóttir til saka.