Stofnandi Espirit og North Face lést í kajakslysi í Carrera stöðuvatningu í suðurhluta Síle. Douglas var ásamt fimm öðrum að sigla á kajak þegar þeir urðu fyrir stórri öldu og ultu. Douglas lést í kjölfarið vegna ofkælingar. Douglas var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en lést á leiðinni.

Douglas var mikill umhverfisverndarsinni en hann hafði keypt stjór landsvæði í Síle og Argentínu til að viðhalda ósnortinni náttúru svæðanna. Hann stofnaði einnig Pumalin garðinn, en það er tæplega 3 þúsund ferkílómetra verndarsvæði.

North Face var stofnað árið 1964 og fáum árum seinna stofnaði hann, ásamt eiginkonu sinni, vörumerkið Espirit. Hann seldi hlut sinn í báðum fyrirtækjum og settist í helgan stein í Síle til að auka vitund fyrir nátturuvernd í landinu.