Össur Kristinsson, stofnandi stoðtækjaframleiðandans Össurar, er í sjönda sæti yfir hæstu gjaldendur í álagningu Ríkisskattstjóra fyrir síðasta ár.

Össur greiddi samtals 100,6 milljónir króna í tekju- og auðlegðarskatt fyrir síðasta ár, samkvæmt samantekt Ríkisskattstjóra.

Ekki er vitað hvað eignarhlutur Össurar Kristinssonar í Össuri hf. er mikill núna, því árið 2010 seldi hann 2,6% hlut í félaginu og fór eignarhluturinn við það undir 5% markið. Söluandvirðið var 2,1 milljarður króna.