Í pistli sem Smári McCarthy, fyrrverandi kapteinn og stofnandi Pírataflokksins, skrifaði í dag, segir hann að honum finnist að ekki ætti að slíta þingi strax.

Í pistlinum segir hann að aðeins 45 dagar gæfust til þess stóra ferlis sem Alþingiskosningar eru, og að flokkar hafi þá í raun aðeins um 15 daga til þess að raða á alla framboðslista sína og fá undirskriftir til kosninga.

Smári segir að undir slíkum kringumstæðum væri útilokað fyrir smærri framboð að bjóða sig fram, þar eð allt skrifræðisferlið er gífurlega tímafrekt. Þá kæmust stærri framboð í gegn með herkjum.

Þar með talið væru Píratar sem hann segir að færu þó sennilega léttast með það í ljósi aðstæðna, en Píratar mælast með um 37% fylgi um þessar mundir. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.