Charlie Lee, stofnandi fimmtu stærstu rafmyntar í heimi, litecoin, hefur selt allt litecoin sem hann átti en rafmyntin hefur 75-faldast í verði á árinu.

Lee sem er verkfræðingur, stofnaði rafmyntina árið 2011 en hefur á undanförnum dögum selt og gefið allar eignir sínar í rafmyntinni á síðastliðnum dögum að því er kemur fram á Bloomberg.

Lee segir að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra þegar hann tjáir sig um myntina á hátt sem gæti haft áhrif á verð hennar. „Litecoin hefur verið afar gott fyrir mín persónulegu fjármál þannig að ég er nógu vel stæður til þess að þurfa ekki lengur að binda minn fjárhag við árangur litecoin,“ segir Lee.