Travis Kalanick, fyrrum forstjóri og einn af stofnendum Uber, hefur ákveðið að stofna sprotasjóð að því er The Wall Street Journal greinir frá . Þykir það sæta nokkrum tíðindum þar sem Kalanick var einmitt látinn fara af sprotafjárfestum í fyrirtækinu sem hann stofnaði.

Sjóði Kalanick er ætlað að fjárfesta í vefverslun, fasteignum og fyrirtækjum í Kína og Indlandi. Það mun einnig fjárfesta í félögum sem ekki eru rekin með hagnarsjónarmiðum (e. non-profit) en sérhæfa sig í menntun og framtíðarskipulagi borga.

„Rauði þráðurinn verður sköpun starfa á stórum skala“ sagði Kalanick en hann mun sjálfur fjármagna sjóðinn en hann seldi um 30% hlutabréfa sinna í Uber snemma í ár fyrir um 1,4 milljarða dala eða sem samsvarar rúmlega 140 milljörðum króna.