Rosalia Mera, annar af stofnendum spænsku risaverslunarinnar Zöru, lést í gær 69 ára að aldri. Mera var ein af auðugust konum Spánar. Hún var í fríi á Menorca við Mallorca í fríi þegar hún fékk heilablóðfall. Henni var flogið til Coruna og lést hún þar í gær í gærkvöldi, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ).

Mera var ekki langskólagengin. Hún hætti námi ellefu ára gömul og stofnaði eignarhaldsfélagið Inditex, móðurfélag Zöru, með þáverandi eiginmanni sínum, Amancio Ortega, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

BBC segir Mera hafa átt 7% hlut í Inditex þegar hún lést.