Stjórnendur spænsku fataverslunarinnar Zöru eru sakaðir um stórfelld undanskot frá skatti með því að flytja hagnað frá nokkrum umsvifamiklum löndum þar sem skattar eru í hærri kantinum til smærri hagsvæða þar sem skattar eru lægri. Hagnaðurinn er fluttur frá löndum á borð við Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og til Hollands og Sviss.

Eigandi Zöru er spænska eignarhaldsfélagið Inditex en eigendur þess er gefið að sök að hafa fært jafnvirði tæpra 2 milljarða dala, um 226 milljarða íslenskra króna. Bloomberg-fréttaveitan bendir á að þótt agnarlítill hluti af starfsemi Inditex fari fram þangað sem féð er flutt þá endi um 20% af öllum hagnaði verslunarinnar þar.

Bloomberg segir að með þessu fyrirkomulagi hafi lækkað skattgreiðslur sínar um sem svarar til 325 milljóna dala frá árinu 2009 og aukið hagnað fyrirtækjasamstæðunnar um rúm 3%. Þetta fyrirkomulag auk gengishækkunar hlutabréfa Zöru hafi skilað því að Amancio Ortega Gaona, meirihlutaeigandi og stofnandi Zöru, varð ríkasti maður Evrópu í fyrra. Hann er jafnframt þriðji auðugasti maður heims.