Seðlabankinn hefur undanfarið veitt nokkrum stofnunum heimildir til að taka sérstakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð utan við heildargjaldeyrisjöfnuð til varnar gengisáhrifum á eiginfjárhlutfall.

Eru þetta undanþágur þar sem heildargjaldeyrisjöfnuður stofnunar má hvorki vera jákvæður né neikvæður umfram 30% af eigin fé stofnunar, samkvæmt reglum bankans, en hann má veita slíkar heimildir ef svo ber undir.

Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna jókst um tæpar 44 milljarða króna í febrúar síðastliðnum en í lok mánaðar var hann 608 milljarðar króna. Framvirk nettóstaða jókst mest eða um rúma 27 milljarða króna og var 893 milljarðar króna í lok febrúar.