Tvær eftirlitsstofnanir Evrópusambandsins munu flytjast til Frakklands og Hollands þegar Bretar yfirgefa sambandið. Mikil samkeppni var milli ríkja um að fá til sín stofnanirnar en um ræðir annars vegar fjármálaeftirlitið sem mun flytjast til Parísar og hins vegar lyfjaeftirlitið sem færist til Amsterdam.

Stjórnvöld ríkja sambandsins kusu um hvert stofnanirnar ættu að fara en eftir þriðju og síðustu umferð kosninga var jafnt á atkvæðum milli Dublin á Írlandi og Parísar í Frakklandi um fjármálaeftirlitið og einnig jafnt á milli Mílan í Ítalíu og Amsterdam í Hollandi. Dublinbúar og Mílanbúar sátu því eftir með sárt ennið eftir að tapa hlutkesti.