Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger haf hætt hjá fyrirtækinu en þeir seldu það til Facebook fyrir 1 milljarð dollara fyrir sex árum síðan. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Það eru aðeins sex mánuðir síðan stofnendur skilaboðasnjallforritsins WhatsApp, Jan Koum og Brian Acton, yfirgáfu samfélagsmiðlasamsteypuna eftir að hafa lent í útistöðum við forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg, vegna persónuverndarmaála eftir Cambridge Analytica skandalinn.

Annar stofnanda Instagram tilkynnti í blog-fæslu að þeir væru eftirvæntingafullri að fylgjast með framtíð samfélagsmiðlanna á næstu árum, þeir hyggjast taka sér frí áður en þeir snúi sér að nýjum verkefnum.

Instagram hefur sótt í sig verðið á síðustu árum og notið vaxandi vinsælda meðal yngri notenda. Á sama tíma hefur notendaaukning hjá Facebook staðið í stað.